Þorsteinn Ragnar Guðnason, frá Guðnastöðum, hefur verið valinn í landsliðshóp Íslands í unglingaflokki í formum (poomsae) fyrir heimsmeistaramótið í Taekwondo sem fram fer í Taipei í Taiwan í nóvember. Þorsteinn Ragnar keppir með þeim Hákoni Jan Norfjörð og Eyþóri Atla Reynissyni úr Ármanni en sjálfur æfir Þorsteinn með taekwondodeild Selfoss.

Þorsteinn Ragnar hefur æft taekwondo í 5 ár eða síðan hann var 10 ára gamall og staðið sig með mikilli prýði. Hann vann m.a til silfurverðlauna í poomsae á Norðurlandamótinu í janúar ásamt þeim Hákoni og Eyþóri og vann gull, silfur og brons á öðru bikarmóti TKÍ í febrúar. 

Taekwondo skiptist í tvennt, annars vegar poomse þar sem einn aðili framkvæmir tæknilegu hlið hennar og hins vegar sparring sem er sjálf bardagahliðin þar sem tveir eða fleiri aðilar koma saman og berjast.

Sveitarfélagið óskar Þorsteini góðs gengis á heimsmeistaramótinu.

Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Tryggvi Rúnarsson