Óli Hilmar Briem Jónsson, listmálari, ætlar að gefa Stórólfshvolskirkju að gjöf málverkið "Komið til mín" og verður verkið afhjúpað í safnaðarheimili Stórólfshvolskirkju, föstudaginn 31. ágúst nk. kl. 17:00.

Verkið er eitt fárra málverka ÓIa Hilmars sem hafa trúarlegan tón og var það alltaf markmið listamannsins að verkið yrði hengt upp í kirkju eða safnaðarheimili. Verkið var málað á Hvolsvelli og því þótti Óla Hilmari tilvalið að gefa það til Stórólfshvolskirkju.

Allir eru hjartanlega velkomnir.