Ísbúðin Valdís var opnuð að Austurvegi 4 í gær, miðvikudaginn 15.ágúst, en ísbúðin er í sama húsnæði og Krónan og skrifstofa Rangárþings eystra.

Að ísbúðinni standa þau Valdimar Gunnar Baldursson og Þóra Kristín Þórðardóttir og í boði er fjölbreytt úrval tegunda af kúluís sem og ís í vél. Í gær var til dæmis boðið upp á bragðefni eins og Turkis pepper, hindberja, mintu, saltkarmellu, daim og Stracciatella.

Ísbúðin verður opin daglega frá 12 - 22

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, afhenti þeim Þóru og Valdimar blóm frá sveitarfélaginu

Valdimar Gunnar og Þóra Kristín

Fyrstu gestirnir í ísbúðinni voru afar ánægðir með ísinn.