Í dag er dagur íslenskrar tungu og afmælisdagur Lubba. Lubbi fæddist árið 2009 (þá var bókin fyrst gefin út) Í tilefni dagsins fór elsti árgangur leikskólans og söng fyrir yngstu börnin sem eru á Litla Dímon. 


Elstu börnin sungu buxur, vesti, brók og skó og svo lagið Í síðasta skipti sem Friðrik Dór söng svo eftirminnanlega í söngvakeppninni.  Svo færðu þau sig yfir á Stóra Dímon og horfðu á þegar  nokkrir starfsmenn leikskólans unnu leiksigur þegar þau settu upp leikritið um Búkollu. Mikil gleði var hjá börnunum með þetta framtak starfsmanna og stefna starfsmenn á að vera oftar með leikrit fyrir börnin sem þeir setja upp.