Aðstandendadagur Kirkjuhvols var haldinn 3. júní  s.l.
Þorgerður Jóna formaður Aðstandendafélagsins stýrði dagskránni.
Félagar úr Harmonikufélagi Rangæinga ásamt kollegum þeirra úr Árnessýslu spiluðu af sinni alkunnu snilld,
systkinin Oddný, Freyja og Viðar Benónýsbörn ásamt Hákoni Kára Einarssyni fluttu glæsilegt
tónlistaratriði. Hjördís Geirsdóttir, sem á sínum tíma var aðal dansleikjasöngkonan á Suðurlandi skemmti
með söng og gítarleik og naut aðstoðar harmonikufélagsmanna og Jóns Guðjónssonar frá Hallgeirsey,
sem nú býr á Kirkjuhvoli og hefur engu gleymt í saxófónleik.  

Kirkjuhvoli bárust gjafir – Félag aðstandenda á Kirkjuhvoli færði heimilinu að gjöf 75” sjónvarpstæki, Kvenfélagið Eygló V- Eyjafjöllum færði heimilinu peningaupphæð 400.000 kr sem mun fara í að kaupa stóla. Kvenfélagið Eining færði okkur rafmagnshjólið en þær tilkynntu um þá gjöf þegar viðbygginginn var vígð á Kirkjuhvoli. 
Kirkjuhvoll þakkar kærlega fyrir höfðinglegar gjafir og metum það mikils.

Miðvikudaginn 6 júní kom svo Sesselja Traustadóttir frá Hjólafærni og kenndi starfsfólki og öðrum áhugasömum á hjólið. Væri gaman að fá sem flesta til að hjóla með okkur.