Arkitektinn og listamaðurinn Óli Hilamar Briem Jónsson er mikill velunnari Hvolsvallar. Hann gaf Stórólfshvolskirkju fallegt málverk sem hann kallar „ Komið til mín“. Athöfnin fór fram í upphafði Kjötsúpuhátíðarinnar um síðustu helgi. Ísólfi Gylfa Pálmasyni f.v. sveitarstjóra hlotnaðist sá heiður að afhjúpa myndina við hátíðlega athöfn. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá lisaverkið og þá félaga Óla Hilmar og Ísólf Gylfa.