Á 149. fundi Byggðarráðs Rangárþings eystra var tekið fyrir erindi vegna hugsanlegrar byggingu hótels á þjónustulóð við Heimaland. Byggðarráð afgreiddi erindið á eftirfarandi hátt:

Haldinn var kynningarfundur 8. febrúar sl. að Heimalandi til að kynna hugmyndina fyrir íbúum. Í kjölfarið barst Sveitarstjórn undirskriftarlisti þar sem fjölmargir íbúar Vestur-Eyjafjalla lýstu yfir að þeir væru mótfallnir því að byggja hótel á íþróttavellinum við félagsheimilið Heimaland. Byggðarráð hvetur eigendur Víghóls ehf. kt. 670512-0540, Áslandi 3, 270 Mosfellsbæ, til þess að velja annan stað í sveitarfélaginu til byggingar hótels.

Sveitarstjóra falið að svara óformlegu kauptilboði Víghóls ehf.