Á byggðaráðsfundi Rangárþings eystra sem haldinn var fimmtudaginn 11. júlí sl. var rætt um GSM dreifikerfi í sveitarfélaginu sem hefur valdið óánægju margra íbúa.

Byggðaráð Rangárþings eystra hvetur til þess að GSM dreifikerfi símafyrirtækja verði eflt þannig að samband sé tryggt hvar sem er í byggð. 

Ályktunin, sem var samþykkt samhljóða, er á þennan veg:

Í Rangárþingi eystra er vaxandi fjöldi ferðamanna og fyrir hendi er náttúruvá eins og alkunna er. Víða í sveitarfélaginu er GSM samband  það lélegt að símtöl slitna iðulega, eða ekkert samband næst á ákveðnum svæðum.  Þetta er bagalegt nú á tímum, þegar farsíminn er jafn mikið notaður og raun ber vitni og er mikilvægt öryggistæki. Gsm samband telst einnig til búsetuskilyrða nú til dags.

Viðtal á Bylgjunni við Guðlaugu Ósk Svansdóttur, formann Byggðaráðs.