Í hádeginu í dag voru hressir sundgarpar búnir að synda um 25 km í Guðlaugssundinu í sundlauginni á Hvolsvelli. Opið er í lauginni til 21:00 og því er nægur tími til að bæta við þessa kílómetra.

Guðlaugssundið er til minningar um að þann 11. mars 1984 synti Guðlaugur Friðþórsson tæpa 6 km til lands í svartmyrki og ísköldum sjónum eftir að vélbáturinn Hellisey VE 503 fórst við Vestmannaeyjar. 

Hægt er að velja um fjórar vegalendir til að synda þ.e. 6 km, 3 km 1,5 km og 500 m. Athugið að mögulegt er að keppa sem lið til að ná þessum vegalengdum.

Ágóðinn af sundinu fer í viðhald og hreinsun á Seljavallalaug. Tekið verður við frjálsum framlögum í sundlauginni alla næstu viku. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning 0182-05-060685 og kennitala: 470602-2440.

Sveitarfélagið Rangárþing eystra ætlar svo að greiða 100 kr. fyrir hverja 100 m. sem syntir verða í dag.