Nú er búið að dreifa grænu tunnunni á lögheimili í Rangárþingi eystra og hafa starfsmenn áhaldahúsins á Hvolsvelli staðið í ströngu síðustu daga við að koma tunnunum út. Þrjár tunnur eru nú við hvert heimili með mismunandi lit á lokinu, í tunnu með svart lok fer almennt heimilissorp, í tunnu með bláu loki fer pappír og pappi og nú í tunnu með grænu loki fer plast.

Ofan á grænu tunnunni er límmiði sem sýnir nákvæmlega hvað má fara í tunnuna og hvað ekki.