Jólandinn sveif yfir starfsfólki Hvolsskóla sem gaf sér tíma frá frágangi einkunna og frágangi fyrir jól í skólanum og fengu sér brunch saman í hádeginu á miðvikudag í boði Starfsmannafélags skólans. Einnig var starfsfólkinu færð dýrindis terta frá Foreldrafélagi Hvolsskóla með þökkum fyrir gott starf. Farið var í pakkaleik og stundin sem starfsfólkið átti saman var virkilega góð.
Í tilefni dagsins var tekin hópmynd af starfsfólkinu sem er að sjálfsögðu komið í jólagírinn.