Mánudaginn 18. maí verður opnað fyrir heimsóknir á skrifstofu Rangárþings eystra og er það hluti af tilslökunum í baráttunni við Covid-19. Þó viljum við biðla til íbúa að nýta áfram síma og tölvupóst eins og hægt er.

Sumaropnun á skrifstofu sveitarfélagsins
Sumaropnun á skrifstofu Rangárþings eystra hefst 15. maí og gildir til 15. september.
Opnunartímar eru eftirfarandi:

Mánudagar - fimmtudagar
09:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00
Föstudagar
09:00 - 12:00

 

Viðtalstímar skipulags- og byggingarfulltrúa

Sveitarfélagið Rangárþing eystra tilkynnir að hér eftir er nauðsynlegt að panta viðtalstíma hjá skipulags- og byggingarfulltrúa. 

Vegna mikils fjölda verkefna og erinda til afgreiðslu hjá embætti skipulags- og byggingarfulltrúa er nauðsynlegt að geta skipulagt tíma starfsmanna, svo þjónusta við íbúa verði skilvirkari.

Viðtals- og símatímar verða á mánudögum og miðvikudögum milli klukkan 13:00 og 15:00. 

Tímapantanir fara fram í síma 488-4200 og á netfanginu bygg@hvolsvollur.is