Þann 1. desember næstkomandi verður breyting í sorphirðu í Rangárvallasýslu. Nokkrir íbúafundir voru haldnir í síðustu viku til að kynna þær breytningar.

Áhaldahús sveitarfélagsins hóf að dreifa Blátunnunni til heimila á svæðinu í síðustu viku og er reiknað með að öll heimili í sveitarfélaginu verði komin með hana í næstu viku. Bæklingur sem var gefinn út að þessu tilefni og útskýrir breytingarnar og flokkun er dreift inn á öll heimili í dag en jafnframt er hægt að nálgast hann hér á heimasíðunni á síðu Sorpstöðvar Rangárvállasýslu bs. eða á heimasíðu Gámaþjónustunnar.