Þann 1. desember 2011 breyttist fyrirkomulag á meðferð heimilissorps og endurnýtanlegs úrgangs í Rangárvallasýslu. Sorpstöð Rangárvallasýslu heldur utanum verkefnið fyrir sveitarfélögin í sýslunni 

Stærsta breytingin var sú að öll heimili í sýslunni fengu tvær tunnur, aðra fyrir óflokkaðan/óendurvinnanlegan heimilisúrgang og hina fyrir þurrt og hreint efni til endurvinnslu.

Endurvinnslutunnan/blátunnan er í byrjun aðeins fyrir pappa og pappír. Í tunnuna má allur pappi og pappír fara; blöð, tímarit, sléttur pappi, bylgjupappi, fernur (hreinsaðar og þurrkaðar), gluggaumslög og ýmiskonar pappaumúðir, jafnvel þó fast sé við þetta smávegis plast. Á næstu mánuðum er stefnt að því að stíga skrefið enn lengra með því að flokka allan endurvinnanlegan úrgang í endurvinnslutunnuna og fer þar mest fyrir plasti og málmum. Reyndar er rétt að taka fram að málmar, s.s. niðursuðudósir og álpappír hnoðaður í kúlur, eiga að fara lausir í heimilisúrgangstunnuna. Við meðferð úrgangsins eru málmarnir flokkaðir vélrænt frá. Þá er einnig stefnt að því að flokka allan lífrænan úrgang frá heimilisúrgangi, til hagsbóta fyrir alla, jarðgera og endurnýta til uppgræðslu eða landmótunar.

Þessi breyting þýðir að allir sorpgámar sem ætlaðir voru fyrir heimilissorp í dreifbýli hafa nú verið fjarlægðir. 

Eigendur frístundahúsa sem eiga hús við fastar sorphirðuleiðir geta samið beint við þjónustuaðila um sorphirðu og tunnulosun. Þjónustuaðili Sorpsstöðvar Rangárvallasýslu er Gámakó ehf., dótturfyrirtæki Gámaþjónustunnar hf. og er eigendum frístundahúsa bent á að hafa samband við fyrirtækið óski þeir sorphirðuþjónustu umfram þá sem veitt er af hálfu sveitarfélagsins.

Fyrir þá sem ekki hafa tök á þessari þjónustu vegna staðsetningar húss eða af öðrum ástæðum eru nú gámar við söluskálann að Landvegamótum fyrir heimilisúrgang, bæði óendurvinnanlegan og pappa. Mikilvægt er að enginn annar úrgangur fari í þessa gáma og að fullkomlega sé staðið að flokkun í þá. Verði misbrestur á þessu gæti þurft að leita annarra og þrengri leiða vegna afsetningar heimilisúrgangs frá sumarhúsum.

Allan annan úrgang en heimilisúrgang, s.s. timbur, málma, grófan úrgang o.fl., skal fara með á gámavöll. Einnig er tekið á móti heimilisúrgangi á gámavelli. Húsráðanda er heimilt að afsetja á sjö daga fresti heimilisúrgang allt að 2 m³ án gjaldtöku. Gjald er að öðru leyti tekið fyrir úrgang skv. vigt og gjaldskrá. Gámavöllur er á Strönd á Rangárvöllum.

Fyrirtæki, á sama hátt og frístundahúsaeigendur, annast sjálf um sín sorpmál. Fyrirtæki geta valið að fara með flokkaðan úrgang á gámavöllinn á Strönd eða kaupa þjónustu hjá verktökum sem slíka þjónustu bjóða. Fyrirtæki greiða fyrir allan gjaldskyldan úrgang, skv. vigt og gjaldskrá, sem komið er með á Strönd.

Opnunartími á Strönd er sem hér segir:
Mánudaga-miðvikudaga ........kl. 14-18
Föstudaga ................................kl. 14-18
Laugardaga ...........................  kl. 11-15


Opnunartími á Hvolsvelli er sem hér segir:

Þriðjudaga ...................kl. 16-18

Fimmtudaga ................kl. 16-18

Laugardaga ................ kl. 11-15

Athugið að lokað er á fimmtudögum og sunnudögum og eins er lokað alla helgidaga.


Gjald fyrir meðhöndlun úrgangs frá fasteignum í sýslunni er innheimt með fasteignagjöldum og er gjaldskráin eftirfarandi:

  Heimili Frístundahús  Lögbýli***  Fyrirtæki 
Grunngjald kr. * 14.884,-  10.615,-     6.383,-  13.024,- 
Ílátagjald kr. **  18.395,-       
Samtals kr.   33.279,-  10.615,-  6.383,-  13.024,- 


* Grunngjald tekur til reksturs sorpkerfisins, s.s. rekstur gámastöðvar og förgunar- og endurvinnsluleiða. Greiðsla grunngjalds veitir viðkomandi aðilum aðgengi að sorpkerfinu og afsetningu á heimilisúrgangi.

** Ílátagjald er einungis lagt á heimili og innifelur það gjald leigu og losun á ílátum.

*** Grunngjald er lagt á lögbýli sem hafa umfang umfram hefðbundið heimili, þ.e. séu fasteignir umfram íbúð og bílskúr á lögbýli er lagt á það grunngjald.

Sveitarfélögin útvega aðeins heimilum tvö 240 ltr. ílát undir heimilisúrgang og er losun þeirra og stofngjald innifalið í gjaldskránni. Óski eigendur íbúðarhúsnæðis eftir fleiri eða stærri ílátum fyrir heimilisúrgang er viðkomandi bent á að hafa beint samband við þjónustuaðila.