Áfram hefur verið borað í hitastigulsholunni við Goðaland í Fljótshlíð. Núna er búið að bora niður á 40 m. dýpi og er borinn kominn niður á klöpp. Ekki hefur verið borað milli jóla og nýárs en það verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi framkvæmdum á nýju ári.