Á Byggðaráðsfundi í morgun var fjallað um styrkumsókn til að setja af stað lífdísilframleiðslu fyrstu og annarar kynslóðar. Eftirfarandi bókun var gerð um málið:

Sveitarfélagið mun leggja fram  húsnæði og aðstöðu við úrvinnslu gagna.  Það mun við endurskoðun Aðalskipulags, sem nú stendur yfir, leggja sérstaka áherslu á verndun góðs ræktunarlands og samfellu þess og þannig leggja drög að því að það nýtist til framtíðar.  Það mun, í því samhengi, leggja vinnu og kostnað í að meta landgæði í sveitarfélaginu með tilliti til ræktunarkosta og kortleggja það.  Sveitarfélagið á hlut í stórum landsvæðum sem heppilegar eru til tilrauna og framhaldsræktunar.   Jörðin Stórólfsvöllur er eitt þessara svæða, kostajörð bæði hvað varðar landgæði og staðsetningu.  Ytri-Skógar er önnur jörð sem sveitarfélagið á hlut í.  Þar er mikið landsvæði sem hægt er að rækta upp.

Bókunin samþykkt samhljóða.