Hérðasbókasafnið á Hvolsvelli býður erlenda íbúa á svæðinu velkomna á bókasafnið alla þriðjudaga klukkan 17-18. Markmiðið er að koma saman, kynnast og læra íslensku. Það eru starfsmenn bókasafnsins sem standa að þessu framtaki og hefur þetta verið gert undanfarin ár. Ásvæðinu eru íðulega þónokkuð af erlendum íbúum sem dvelja hér mislengi eða allt frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði eða ár og hefur framtakinu verið vel tekið af þeim.