Veðursíðan yr.no, sem norska ríkissjónvarpið (NRK) og norska veðurstofan halda úti, hefur gefið út langtímaspár sem að upplýsingaþyrstir Íslendingar sækja æ oftar í. Þegar athugað er með helgarveðrið í Rangárþingi eystra sést að á morgun, laugardag, birtast hitatölur á kortinu sem sjaldan hafa sést í sumar. Því er rík ástæða til bjartsýni um að helgin verði góð í sveitarfélaginu.