Kvennalið Dímonar í blaki er í samstarfi við Ungmennafélagið Heklu og keppir undir nafninu Dímon/Hekla.  Fjölmargar stelpur æfa og undir öruggri leiðsögn þjálfarans Ingu Heiðarsdóttur. Þær eru með tvö lið og  keppa reglulega.

Það ríkti mikil stemming í íþróttahúsinu á Hvolsvelli s.l. mánudag, 25. nóvember,  þegar  1. umferð, 2. deildar héraðsmóts HSK í blaki var haldin. Stelpurnar  stóð sig með eindæmum vel og sigruðu alla sína leiki með miklum yfirburðum.

Tveimur dögum seinna, á miðvikudeginum,  spilaði svo A-liðið, 1. umferð,  1. deild. Leikið var í uppblásnu höllinni í Hveragerði. Þær vildu ekki vera eftirbátar B-liðsins og sigruðu einnig  alla sína leiki.

Það er greinilegt að Inga þjálfari er, eins og sagt er, á réttri leið með  liðið og óskum við ,,stelpunum okkar“  góðs gengis í næstu leikjum!

null

null