Blaklið kvenna í Dímon-Heklu 2 tók þátt í deildarkeppni BLÍ 2018-2019 og keppti í 5. deild. Spilaðar voru 3 umferðir, í október 2018 og janúar og mars 2019. Skemmst er frá því að segja að liðið varð í 2. sæti í deildinni og keppir því í 4. deild á næsta tímabili. Stórgóður árangur.

Dímon-Hekla 1 keppti í 3. deild og varð í 5. sæti af 12 liðum sem er einnig frábær árangur.

Blak kvenna hefur notið mikilla vinsælda í Rangárþingi og hafa iðkendur staðið sig virkilega vel á þeim mótum og mótaröðum sem þær hafa tekið þátt í.