Laugardaginn 22. mars nk. mun Barnakór Hvolsskóla, undir stjórn Ingibjargar Erlingsdóttur, halda tónleika í Sunnulækjarskóla á Selfossi ásamt Kórskóla Tónsmiðju Suðurlands og byrja þeir kl. 15:00. Í Kórskólanum eru börn úr Flúðaskóla, Grunnskólanum í Hveragerði og Sunnulækjarskóla á Selfossi.

Kórskóli Tónsmiðjunnar er nýung en Barnakór Hvolsskólar hefur starfað í um 19 ár og eru um 30 börn þátttakendur í kórnum.

Lögin sem flutt verða á tónleikunum hafa öll verið á vinsældarlistum síðasta árs, bæði íslensk og erlend. Aðgangur er ókeypis og allir eru hvattir til að koma og hlusta á þessa skemmtilegu kóra.