Barnakór Hvolsskóla er starfræktur innan samfellustarfsins í Rangárþingi eystra, undir styrkri stjórn Ingibjargar Erlingsdóttur. Æfingar eru alla miðvikudaga  í Hvolsskóla.   Það er nóg að gera hjá kórnum núna fyrir jólin. Föstudaginn 30. nóvember er æfingadagur á Goðalandi kl. 12.00-20.00. Þá æfir kórinn jólalögin og skemmtir sér saman. Þann 6. desember syngur kórinn á aðventutónleikum í Breiðabólstaðarkirkju kl. 20.00, ásamt kirkjukór Breiðabólstaðarprestakalls og 19. desember verða jólatónleikar Barnakórs Hvolsskóla í Stóradalskirkju kl.20.00. Í bígerð er einni að taka þátt í  Landsmóti barnakóra sem fram fer í Kópavogi helgina 19. - 21. arpíl 2013. Meðfylgjandi myndir eru af æfingu hjá kórnum.

nullnull