Centering Prayer, á íslensku Kyrrðarbæn, er bæn án orða, við ávörpum Guð einfaldlega í hjarta okkar, beinum vilja okkar mjúklega að því að elska Guð og þiggja elsku Guðs. Við forðumst að skilgreina reynslu okkar og gerum okkur engar væntingar um ákveðinn árangur. Við einfaldlega mætum og leyfum Guði að vinna í okkur. Vinna með sársauka okkar og gleði.

 Fimmtudaginn 28. ágúst hefjum við stundirnar í Stórólfshvolskirkju að nýju eftir sumarfrí. Tæpa klukkustund eða 45 mín.dveljum við í kirkjunni. Nýjir iðkendur mæta klukkan rétt rúmlega 18 en reynsluboltarnir 18:15. Leiðbeinandi er Margrét Guðjónsdóttir s. 864 9658. 

Munið heimasíðuna: http://kristinihugun.is/ Ég vil sérstaklega benda ykkur á grein Guðrúnar Eggertsdóttur

Hlakka til að sjá sem flesta. Sakar ekki að prófa!

Margrét Guðjónsdóttir