Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellsýslu hefur gefið út upplýsingabæklinga undanfarin ár um starfsemi ráðgjafa sinna og svo almenna upplýsingabæklinga. Nú er búið að endurskoða og uppfæra bæklingana en þeir eru orðnir átta talsins.

Fimm bæklinganna gera grein fyrir og lýsa verkefnum og verksviði sérfræðinganna fimm:

- kennsluráðgjafa

- leikskólaráðgjafa

- náms- og starfsráðgjafa

- sálfræðings

- talmeinafræðings

Hinir þrír bæklingarnir fjalla um og leiðbeina um eftirfarandi þætti:

- hvernig málum er vísað til Skólaþjónustunnar

- hvað felst í teymisvinnu í leik- og grunnskólum

- gerð einstaklingsnámskrár fyrir börn með sérþarfir.