Laust er til umsóknar starf forstöðumanns í sameinuðu mötuneyti sveitarfélagsins. Mötuneytið
er á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli en einnig er framreiðsluaðstaða í grunn- og leikskólanum.
Forstöðumaður ber ábyrgð á og sér um daglegan rekstur og þjónustu mötuneytis hjúkrunarheimilis,
leikskóla, grunnskóla, skjólstæðinga félagsþjónustu og jafnvel annarra stofnana sveitarfélagsins.
Sveitarfélagið vinnur að innleiðingu heilsueflandi samfélags og skal matreiðsla taka mið af því.

Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í starfið. Forstöðumaður mötuneytis ber
ábyrgð gagnvart hjúkrunarforstjóra Kirkjuhvols. Starfshlutfall er 100%. Laun eru skv. kjarasamningi
Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið
störf sem fyrst. Konur, jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um. 

Helstu viðfangsefni og ábyrgð: 

 • Daglegur rekstur mötuneytis
 • Skipulagning vakta og matseðla
 • Aðkoma að áætlanagerð fyrir rekstur og innkaup og fjárhagsleg ábyrgð á rekstri í samræmi við fjárhagsáætlun
 • Skipulagning og ábyrgð á framleiðslu, afhendingu og framreiðslu
 • Aðkoma að samningagerð við birgja, verktaka og þjónustuaðila
 • Boðar og situr fundi með yfirmanni og forstöðumonnum annarra stofnana
 • Býr til og birtir matseðla fyrir stofnanir

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Uðnmenntun sem nýtist í starfinu s.s. matreiðslupróf, matsveinn, framreiðsla, matartækni, kjöt- eða bakaraiðn eða starfsnám tengt matargerð
 • Þekking/reynsla af rekstri mötuneytis ásamt mannaforráðum er kostur
 • Þekking/reynsla af næringarfræði, sérþörfum, gæðum og fjölbreytileika matar er kostur
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Góð kunnátta í íslensku og ensku 
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni

Nánari upplýsingar veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511-1225.

Umsóknarfrestur er til og með 28. október 2019. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf.