Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra
                                                                                     
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi deiliskipulagsbreyting í Rangárþingi eystra.
 

Ytri-Skógar – Deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreytingin tekur til hluta svæðis innan marka gildandi deiliskipulags fyrir Ytri-Skóga.
Helstu breytingar sem tillagan tekur til eru að öll bílastæði eru færð út fyrir friðlýsta svæðið við Skógá. 
Einnig er salernis og aðstöðuhús fært út fyrir svæðið og útbúinn byggingarreitur í aðkomu við ný bílastæði. 
Meiri áhersla er lögð á að bæta aðstöðu á láglendi framan við fossinn. Gert er ráð fyrir að stígakerfi verði lagfært 
og stígar hannaðir nægjanlega rúmir til að taka við mikilli aðsókn ferðamanna.
 
Ofangreinda skipulagstillögu er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 3. júlí 2017. 
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna, 
og er frestur til að skila inn athugasemdum til 14. ágúst 2017. 
Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli. 

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst til kynningar eftirfarandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. 


Rauðsbakki – Aðalskipulagsbreyting – Kynning á tillögu
Aðalskipulagsbreytingin tekur til hluta af jörðinni Rauðsbakka, Austur-Eyjafjöllum. 
Breytingin felst í að landbúnaðarsvæði er breytt í svæði fyrir verslun- og þjónustu. Jörðin Rauðsbakki er um 58 ha að stærð. 
Breytingin tekur til um 5,7 ha af jörðinni, sem ætlaðir eru fyrir uppbyggingu hótels / gististaðar. 

Ofangreind tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra verður kynnt fyrir almenningi með opnu húsi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa, Ormsvelli 1, Hvolsvelli, mánudaginn 3. Júlí 2017 kl. 10:00 – 12:00. 
Einnig verður tillagan aðgengileg á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is 



F.h. Rangárþings eystra
Anton Kári Halldórsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi