Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Rangárþingi eystra. 

Gunnarsgerði, Hvolsvelli – Deiliskipulagsbreyting
Rangárþing eystra leggur fram deiliskipulagsbreytingu fyrir Gunnarsgerði á Hvolsvelli. Gildandi deiliskipulag var samþykkt í sveitarstjórn 13.03.2008. Ástæða endurskoðunarinnar eru margvísilegar, svo sem fábreytileiki húsgerða, skortu á gestabílastæðum, skilgreining byggingarreita, stærð opins svæðis á milli Gunnarsgerðis og Króktúns ofl. Breytingartillagan gerir ráð fyrir allt að 27 íbúðum í rað, par og einbýlishúsum. Bílastæðum er fjölgað og staðsetningu þeirra breytt. Þar sem byggt hefur verið of nærri norður lóðamörkum við Njálsgerði, norðan götu eru þær lóðir við Njálsgerði stækkaðar um 3m til norðurs. 

Ofangreinda skipulagstillögu er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 6. mars 2017. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 17. apríl 2017. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli. 



F.h. Rangárþings eystra
Anton Kári Halldórsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi