Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra

 

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst til kynningar eftirfarandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012 - 2024.

Fornhagi - Aðalskipulagsbreyting - Kynning á lýsingu

Aðalskipulagsbreyting tekur til hluta af jörðinni Fornhagi, Rangárþingi eystra. Breytingin felst í því að landnotkun á 13 ha svæði jarðarinnar er breytt úr landbúnaðarsvæði (L) í afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF).

Ofangreind tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra verður kynnt fyrir almenningi með opnu húsi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa, Austurvegi 4, Hvolsvelli, mánudaginn 3. desember 2018 kl. 10:00 - 12:00. Einnig verður tillagan aðgengileg á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is

F.h. Rangárþings eystra

Guðmundur Úlfar Gíslason

Fulltrúi skipulags- og byggingarmála