Rangárþing eystra auglýsa eftir ljósmyndum og/eða drónamyndskeiðum úr Rangárþingi eystra. Myndirnar mega hvort sem vera af náttúru og ferðamannastöðum sem og af mannlífi í sveitarfélaginu.

Myndefnið verður notað sem markaðsefni fyrir sveitarfélagið.

Almenn verklýsing:

Myndefnið þarf að standast gæðakröfur og mega myndskrár berast sem .jpeg eða . raw. Lágmarksstærð Jpeg mynda er 3mb. Myndskeið þurfa að vera í .MP4 formati.

Nánari upplýsingar verða veittar á netfanginu hvolsvollur@hvolsvollur.is.