Skv. 2. mgr. 10. gr. laga um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal sækja um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til ársloka.

Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja endurnýuun umsóknar um húsaleigubætur fyrir árið 2015:
Staðfest afrit af síðasta skattframtali þeirra sem lögheimili/aðsetur eiga í íbúðinni.
Launaseðlar umsækjenda og þeirra sem eiga lögheimili/aðsetur í íbúðinni, fyrir þrjá síðustu mánuði.
Staðfesting skóla vegna náms umsækjanda.

Umsókn skal  hafa borist til skrifstofu Rangárþings eystra, Hlíðarvegi 16, 860 Hvolsvöllur, eigi síðar en 16. janúar 2015.

Skrifstofa Rangárþings eystra