- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Á ársþingi HSK, sem haldið var 9. mars sl., voru heiðurshjónin Ásta Laufey Sigurðardóttir og Ólafur Elí Magnússon heiðruð með Silfurmerki ÍSÍ. Ásta Laufey og Ólafur Elí eru vel að þessum heiðri komin þar sem þau hafa starfað af miklum krafti fyrir íþróttafélagið Dímon ásamt því að hafa bæði átt sæti í nefndum á vegum HSK á undanförnum árum. Við óskum þeim hjónum innilega til hamingju með þennan heiður.
Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Jón Gestur Viggósson úr framkvæmdarstjórn ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, Ásta Laufey og Ólafur Elí
Þessa frétt má einnig finna hér á vef íþróttafélagsins Dímon