Það er orðin hefð fyrir því að setja upp ártalið á Hvolsfjalli fyrstu helgina í aðventu. Það er björgunarsveitin Dagrenning sem sér um að setja það upp og voru nokkrir galvaskir félagar sem lögðu leið sína á fjallið um helgina. Magnús Kristjánsson tók meðfylgjandi myndir og gaman að sjá hvernig þetta gengur fyrir sig.

Fleiri myndir má finna inn á facebook-síðu Dagrenningar.