Árshátíð Yngsta stigs í Hvolsskóla var haldin þann 29. nóvember.

Jólaþema var þema hátíðarinnar í ár!!

4. bekkingar stigu fyrstir á svið með flutningi á laginu Jólakötturinn en kvæðið er eftir Jóhannes úr Kötlum.
Næst kom 2. bekkur og flutti kvæðið um gömlu, góðu jólasveinana eftir Jóhannes úr Kötlum.
3. bekkur söng lagið Jólabarnið eftir Jóhannes úr Kötlum og 1. bekkur flutti Grýlusögu eftir Gunnar Karlsson.
Að lokum söng allt Yngsta stig Bráðum koma blessuð jólin en það er einnig eftir Jóhannes úr Kötlum.

Nemendur, kennarar, foreldrar og aðrir gestir dönsuðu svo í kringum jólatréð og segja má að sannur jólaandi hafi svifið um skólann.

null

null

null

null