Dekurdagur á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli 


Árlegur dekurdagur var haldinn fyrir skemmstu á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli. Á dekurdegi er dekrað extra mikið við íbúa með ýmsum hætti. 

Meðal annars var íbúum boðið upp á nudd, förðun, hárgreiðslu og handsnyrtingu fagfólks, allir sem komu að þessum degi gáfu vinnu sína.

Íbúar gleðjast yfir þessum degi enda er mikið dekur frá morgni til kvölds.

Allir á Kirkjuhvoli þakka fyrir góðan dag.