Nemendur í 7. bekk Hvolsskóla fóru í árlega ferð sl. þriðjudag til að mæla hop Sólaheimajökuls. Mælingarnar hófust árið 2010 og hefur Björgunarsveitin Dagrenning verið stoð og stytta hópsins. Björgunarsveitin leggur til bát sem siglir með nemendur að gps punkti úti í lóninu.

Á heimasíðu Jóns Stefánssonar, kennara, má finna meiri upplýsingar um verkefnið.