Að gefnu tilefni vill sveitarstjórn Rangárþings eystra taka það fram að sú bókun, er gerð var á byggðarráðsfundi og ítrekuð á sveitarstjórnarfundi um póstþjónustu í sveitarfélaginu, er ekki beint að starfsmönnum Íslandspósts og störfum þeirra í sveitarfélaginu heldur stefnu fyrirtækisins sem felur í sér þjónustuskerðingu og óöryggi fyrir íbúana.