Rangárþing eystra tilkynnir hér með að álagningarseðlar fasteignagjalda eru nú sendir út í síðasta skipti í bréfpósti 2012 en munu birtast rafrænt inn á Ísland.is http://www.island.is/, sem er upplýsinga- og þjónustugátt stjórnvalda, undir „Mínar síður“ en innskráning krefst rafræna skilríkja á debetkorti eða „veflykils ríkisskattstjóra“ sem auðkenni.

Allir fasteignaeigendur fá álagningarseðil inn á „Mínar síður“ https://minarsidur.island.is/. undir „Skjölin mín“ hvort sem þeir eru greiðendur fasteignagjalda eða ekki

Greiðsluseðlar verða ekki sendir út í bréfpósti en birtast í netbanka. Þeir sem þess óska geta fengið álagningarseðla og greiðsluseðla í bréfpósti með því að hafa samband við starfsmenn á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 488 4200 eða netpóstfangið  hvolsvollur@hvolsvollur.is