- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Álagningarseðlar fasteignagjalda hafa verið birtir rafrænt á Island.is.
Líkt og undanfarin ár munu álagningarseðlar ekki berast á pappír en eru þess í stað aðgengilegir rafrænt. Allt fyrir umhverfið!
Fyrsti gjalddagi er 1. febrúar og munu kröfur birtast rafrænt í heimabanka. Hægt er að nálgast greiðsluseðla rafrænt á Ísland.is
Hvernig nálgast ég álagningarseðilinn minn? (lesist til enda)
1. Ferð inná www.island.is
2. Skráir þig inn á "mínar síður"
3. Smellir á "Pósthólf"
4. Þar er smellt á "Álagningarseðill fasteignagjalda 2023" sem er að finna þar í listanum.
Þar er hægt að hlaða álagningarseðli niður á pdf formi eða prenta hann út.
Ef einhver vandamál koma upp er hægt að leita til skrifstofu Rangárþings eystra í síma 488-4200 eða með því að senda tölvupóst á netfangið hvolsvollur@hvolsvollur.is.