Félagar í stéttarfélaginu FOSS, Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi, sem starfa í leikskólanum Örk og íþróttamiðstöðinni hófu verkfall í gær, mánudaginn 5. júní. FOSS er aðildarfélag BSRB.

Starfsemi leikskólans Arkar skerðist frá og með mánudeginum 5. júní til og með 5. júlí, eða þar til samningar hafa náðst. Leikskólastjóri hefur sent upplýsingar til foreldra varðandi útfærslu skólastarfsins meðan á verkfalli stendur. Felld verða niður gjöld vegna vistunar fyrir þann tíma sem börn geta ekki mætt í leikskólann

Íþróttamiðstöðin á Hvolsvelli verður með eftirfarandi opnun næstu daga:

Þriðjudagur 6. júní: Sund lokað, líkamsrækt opin kl. 06:00 – 21:00.
Miðvikudagur 7. júní: Sund lokað, líkamsrækt opin kl. 06:00 – 13:00
Fimmtudagur 8. júní: Sund opið kl. 06:00 - 13:00, líkamsrækt opin kl. 06:00 – 13:00
Föstudagur 9. júní: Sund kl. 14:00 - 21:00, líkamsrækt opin kl. 06:00 – 21:00
Laugardagur 10. júní: Sund og líkamsrækt kl. 10:00-16:00
Sunnudagur 11. júní: Sund og líkamsrækt kl. 10:00-16:00