Á þriðjudaginn færðu þær Sólveig Pálmadóttir og Maríanna Másdóttir hjúkrunarheimilinum Kirkjuhvol og Lundi peningagjöf. Peningur þessi var ágóði af jólatónleikum sam haldnir voru í íþróttahúsinu á Hvolsvelli í desember s.l. Hvort heimili fyrir sig fékk 85.000 kr. Tónleikarnir voru glæsilegir og stefna þær að því að halda aftur tónleika fyrir komandi jól. Kærar þakkir fyrir þessa frábæru gjöf 

Ljósmynd: Sólveig, Margrét Ýrr frá Lundi, Ólöf Guðbjörg frá Kirkjuhvol og Maríanna