Skrifað var undir verksamning við Vörðufell á þriðjudaginn síðasta um frekari byggingaframkvæmdir við Íþróttamiðstöðina á Hvolsvelli. Þar á að rísa tengibygging sem nýtt yrði sem búningaaðstaða og eiga verklok að vera í maí 2013. Útiklefarnir sem verið er að byggja fyrir sundlaugina eru alveg að vera tilbúnir, eiga þeir að vera vígðir um Verslunarmannahelgina.

Fleiri framkvæmdir eru í gangi hjá Rangárþingi eystra. Stígagerð fyrir Sólheimahringinn fer að ljúka sem ætti að gleðja gönguglaða íbúa Hvolsvallar. Einnig stendur til að reisa útsýnispall við Skógafoss til að bæta aðstöðuna á þessum vinsæla ferðamannastað. Miðað er við að hann verði tilbúinn í lok september.