Vegna bréfs frá Velferðarráðuneytinu vegna áforma um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma samþykkti sveitarstjórn Rangárþings eystra eftirfarandi ályktun:

Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur áherslu á að  við sameiningu heilbrigðisstofnana verði tryggt að aðgengi hinna dreifbýlli byggða að heilsugæslu verið ekki skertur. Einnig   eins og kveðið er á um í áformum þessum, að gæði, öryggi og bæði jafnt og fullnægjandi aðgengi allra þjónustuþega verði haft að leiðarljósi.  Sveitarstjórn leggur áherslu á að efla starfsemi heilsugæslustöðvarinnar á Hvolsvelli. Þar er m.a. einn fjölmennasti vinnustaður á Suðurlandi. Hjá Sláturfélagi Suðurlands vinna hátt í tvöhundruð manns og margir starfa í umhverfi þar sem alvarleg slys geta orðið.
Jafnframt  leggur sveitarstjórn áherslu á að ekki verði farið í slíkar sameiningar fyrr en upplýsingar um sannanlegan sparnað aðgerðarinnar liggi ljós fyrir og verði kynntur almenningi.

Ályktunin samþykkt samhljóða.