Í tilefni af 100 ára afmæli Þórðar Tómassonar í Skógum gefur Bókaútgáfan Sæmundur út afmælisritið Stóraborg; Staður mannlífs og menningar. Þórður fæddist í Vallnatúni þann 28. apríl 1921. Foreldrar Þórðar voru þau Kristín Magnúsdóttir og Tómas Þórðarson sem voru bændur og voru systkinin fjögur talsins. Þórður hóf störf við Skógasafn árið 1959 og var forstöðumaður Skógasafn í ríflega sextíu ár.

Almenningi býðst að heiðra hinn aldargamla höfund með því að skrá sig á kaupendalista, svokallaða Tabula gratulatoria. Bókin sem verður um 200 síður í stóru broti kostar í forsölu 5000 krónur og er frestur til að senda inn nöfn til og með 26. febrúar næstkomandi. Greitt er við afhendingu bókar.

Hægt er að smella hér til að skrá sig á listann.