Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa

Rangárþing eystra auglýsir laust til umsóknar starf aðstoðarmanns skipulags- og byggingarfulltrúa hjá embætti skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra. Aðstoðarmaður starfar með skipulags- og byggingarfulltrúa við almenna meðferð skipulags- og byggingarmála samkvæmt lögum um mannvirki svo sem við móttöku og yfirferð séruppdrátta, úttektir, samskipti við umsækjendur, hönnuði, stofnanir og fleira. Um er að ræða 100% starf. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem er tilbúinn til þess að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni:

  • Úttektir og eftirlit með byggingum og framkvæmdum.
  • Yfirferð aðal- og séruppdrátta.
  • Yfirferð skipulagsuppdrátta og greinargerða
  • Skráning mannvirkja, fasteigna og landeigna í skráningarforriti Fasteignaskrár.
  • Umsagnir vegna rekstrar- og starfsleyfa.
  • Skráningar í Mannvirkjagátt og málakerfi sveitarfélagsins.
  • Útsetning lóða og aðrar mælingar.
  • Samskipti við hönnuði, byggingaraðila, stofnanir og íbúa.
  • Ýmis önnur tilfallandi verkefni.

Menntun, reynslu og hæfniskröfur:

  • S/M.s próf svo sem í verkfræði, tæknifræði, byggingarfræði, arkitektúr eða iðnmenntun er æskileg.
  • Reynsla á sviði skipulags- og byggingarmála er kostur.
  • Þekking á forritunum AutoCAD og Qgis er æskileg.
  • Góð almenn tölvukunnátta skilyrði.
  • Þekking á lagaumhverfi málaflokksins.
  • Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri.
  • Skipulagshæfileikar og nákvæm vinnubrögð.
  • Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Jákvæðni í starfi og sjálfstæði í vinnubrögðum ásamt því að eiga auðvelt með að vinna í hópi.

Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst 2023. Umsókn skal skilað á netfangið thorabjorg@hvolsvollur.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar veita Þóra Björg Ragnarsdóttir (thorabjorg@hvolsvollur.is) og Anton Kári Halldórsson (anton@hvolsvollur.is) / 488-4200.