Aðalfundur Oddafélagsins árið 2014 verður haldinn sem hér segir:Staður: Safnaðarheimili Oddasóknar, Dynskálum 8, Hellu
Stund: Miðvikudagur 26. febrúar 2014, kl. 16-18.


Félagsmenn eru eindregið hvattir til að koma á fundinn til að ræða störf félagins og hvaðeina er varðar hugsjónir félagsins.  Gestir velkomnir.


Aðrir fyrirhugaðir viðburðir á vormisseri eru:


A. Fjórða Sæmundarstund hjá styttunni af Sæmundi á selnum á flötinni fyrir framan Háskóla Íslands, skipulögð í samvinnu við háskólanema.  Hún verður að öllum líkindum haldin í hádeginu á vorjafndægrum
miðvikudag 20. mars nk. Félagsmenn eru hvattir til að vera viðstaddir Sæmundarstund, tilraunar til að minna ungu kynslóðina á Sæmund fróða, ekki síst hinn sögulega lærdóms- og áhrifamann, „manninn bak við“ þjóðsögurnar. Hringið eða skrifið formanni (Þ.J.), þegar nær dregur, til að fá nánari upplýsingar (thor.jakobsson@gmail.com ; s. 5531487 eða 699 1487).


B. Oddastefna laugardag 24. maí nk., milli kl. 1 og 5 e.h. eða þar um bil.   Oddastefna verður að þessu sinni haldin í höfuðstaðnum, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, Suðurgötu 41, 101 Reykjavík.   Umfjöllunarefni verður „arfleifð Odda á Rangárvöllum og nútímaferðamennska“ eða eitthvað í þeim dúr.  Nánar auglýst síðar.                                                                  


Með góðri kveðju, f.h. stjórnar Oddafélagins,
Þór Jakobsson og Íris Björk Sigurðardóttir (gjaldkeri)
Aðrir í stjórn Oddafélagins eru:
Drífa Hjartardóttir (varaformaður), sr. Guðbjörg Arnardóttir (ritari),  Sigrún Ólafsdóttir (meðstjórnandi), Helgi Þorláksson og Birgir Jónsson (varamenn).