Á vegum sveitarfélagsins eru framleiddar 2550 máltíðir á viku 

Á vegum Rangárþings eystra eru margar máltíðir framleiddar á degi hverjum og í níu mánuði á ári eða á meðan skóli og leikskóli eru starfandi eru þær langflestar. Í leikskólanum Örk er eldaður matur fyrir leik- og grunnskólanemendur og starfsfólk beggja skólastiga. Það er Eggert Birgisson kokkur sem stýrir eldhúsinu í leikskólanum, með honum í eldhúsinu starfa þær Eygló Birgisdóttir og Pálína Guðbrandsdóttir. Í leikskólanum eru framleiddar 1780 máltíðir í viku hverri sem gerir 356 máltíðir á dag, auk þess fá leikskólabörn ávexti á morgnanna. Þá er einnig í leikskólanum síðdegishressing og ávextir. Í grunnskólanum eru ávextir á morgnanna og líka síðdegishressing fyrir nemendur í Skólaskjóli. Í Hvolsskóla framreiða hádegismatinn þær Guðrún Jónsdóttir, Idalina Da C Da Silva A Moita og Noelinie Namayanja.


Á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli er allur matur, fyrir íbúa og stafsfólk, framleiddur á staðnum. Það eru um 770 máltíðir á viku eða 110 á degi hverjum. Auk þess er líka morgunmatur og síðdegishressing. Þá er svo til allt brauð, bakkelsi og ýmislegt meðlæti s.s. marmelaði og sultur gert á staðnum. Eldhúsið á Kirkjuhvoli sér einnig íbúum fyrir mat sem fá hann sendan heim. Sigurborg Þórunn Óskarsdóttir er yfirmatráður á Kirkjuhvoli og með henni starfa Hrönn Leifsdóttir, Ingibjörg Eggertsdóttir, Elín Kristín Sæmundsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Alicja Drozd og Unnur Benediktsdóttir. 


Þetta eru samtals 2550 máltíðir framleiddar í viku hverri á vegum sveitarfélagsins á meðan grunnskóli er starfandi, þar fyrir utan eru morgun- og síðdegishressing, allur bakstur og annað meðlæti. Á bak við alla þessa vinnu allt árið er frábært starfsfólk sem leggur sig fram um að gera góðan og fjölbreyttan mat. Hér fyrir neðan eru myndir af starfsfólkinu okkar sem starfar í eldhúsunum, það vantar Kristínu og Alicju á myndina frá Kirkjuhvoli. 

Kirkjuhvoll frá vinstri; Elín, Bogga, Hrönn, Unnur og Inga

 

Leikskólinn Örk frá vinstri; Pálína, Eggert og Eygló

Hvolsskóli frá vinstri; Idalina,  Noelinie og Guðrún