Á morgun, sunnudaginn 1. september, verður haldið upp á 80 ára afmæli Hvolsvallar í Hvolnum. 

Dagskráin byrjar kl. 10:30 á Gamla róló en þaðan verða gengnar gömlu göturnar á Hvolsvelli og Ísólfur Gylfi og Aðalbjörn Kjartansson verða með leiðsögn. Kl. 13:30 verður ný álma íþróttahúsins vígð og kl. 15:00 hefst eiginleg afmælishátíð.

 Í tilefni dagsins er  tilvalið fyrir þá íbúa þorpsins, sem geta ,að draga íslenska fánann að húni. 

Dagskrá 1. september má sjá í heild  hér fyrir neðan