Laugardaginn 22. mars sl. var haldið Suðurlandsmót í Boccia á Selfossi. Þátttakendur voru frá Hvolsvelli, Selfossi og Hveragerði. Tvö lið tóku þátt frá Hvolsvelli, Lið A og Lið B, og vann lið A, 2. verðlaun á mótinu. Í liðinu voru þau Sigmar Sigurbjörnsson, Theódór Guðmundsson og Guðrún Óskarsdóttir. Meðfylgjandi mynd tók Júlíus Guðmundsson af liðunum í efstu þremur sætunum en á myndina vantar Sigmar.