Barnakór Hvolsskóla er að fara í kórferðalag til Klarup í Danmörku í október.

Barnakórinn er að fagna 20 ára starfsafmæli kórsins og í tilefni þess er m.a. farið í ferð til Klarup, en barnakórinn frá Klarup kom til okkar s.l. haust.

17. júní ballið er liður í fjáröflun fyrir ferðina og eru það foreldrar kórbarnanna sem sjá um að halda ballið. Hljómsveitin Made in Sveitin á rætur að rekja í sveitarfélagið og verður gaman að fá alvöru ball á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Það er 18 ára aldurstakmark og miðaverð aðeins kr. 3000. Húsið opnar kl 23:00. - Gleðjumst saman á 17. júní og fögnum sumri :)