Í gær, sunnudaginn 2. febrúar, var haldið upp á það að 1 ár er síðan fyrsta saumsporið var tekið í Njálurefilinn. Haldin var afmælishátíð í Sögusetrinu þar sem margt var um manninn. Boðið var upp á skemmtidagskrá við allra hæfi, Flaututríó spilaði nokkur þjóðleg lög, Krakkar úr Hvolsskóla fluttu 2 lög undir stjórn Ingibjargar Erlingsdóttur og að lokum sagði Sigurður Hróarsson aðeins frá Njálu og las upp tvö erindi úr kvæði. Þar sem um afmæli var að ræða var að sjálfsögðu boðið upp á afmælisköku. Ein af fastakonum í saumaskapnum, Gina Christie, bakaði stórglæsilega Njálurefilsköku sem var ekki síður listaverk en refillinn sjálfur.

Á afmælisdeginum þótti rétt að mæla afrakstur ársins og eftir nákvæmar mælingar þá er ljóst að saumaðir hafa verið 15.47 m. sem að er hreint út sagt frábær árangur hjá öllum þeim sem lagt hafa spor í refilinn. Nú er bara að halda áfram á sömu braut og eru allir hvattir til að koma í Sögusetrið og sauma.

Fleiri myndir má sjá hér

Nokkrar saumakonur mættu í þjóðbúningi

Kakan sem að Gina Christie bakaði í tilefni dagsins

Refilstofan í afmælisbúning